Treo (asetýlsalicýlsýra 500 mg/koffín 50 mg) eru
freyðitöflur
sem hægt er að kaupa án lyfseðils og innihalda asetýlsalicýlsýru
og koffín.
Asetýlsalicýlsýra dregur úr verkjum með því að hindra myndun tiltekinna efna
sem nefnast prostaglandín. Hitastillandi áhrif stafa af því að
asetýlsalicýlsýra eykur hitalosun líkamans.
Koffín eykur
verkjastillandi áhrif asetýlsalicýlsýru. Koffín hefur auk þess
verkjastillandi áhrif vegna þess að það veldur því að æðar í heila, sem hafa
víkkað t.d. við mígrenikast, dragast saman á ný. Koffín hefur einnig örvandi
áhrif.
Treo eru freyðitöflur sem eru leystar upp í vatni. Freyðitöflur frásogast hraðar en hefðbundnar töflur og hámarksþéttni í plasma næst eftir u.þ.b 30 mín. Verkunartíminn er 4-6 klst.
Varnaðarorð:
Fullorðnir og unglingar eldri en 15 ára: 1-2 freyðitöflur
1-4 sinnum á sólarhring eða samkvæmt fyrirmælum læknis. Má nota að hámarki í
10 sólarhringa í mánuði.
Verkjastillandi áhrif aukast ekki við að taka fleiri en 2 freyðitöflur í einu. Hafið samband við lækni ef einkenni versna eða batna ekki innan 3 daga ef um hita og mígreni er að ræða, eða innan 5 daga ef um höfuðverk er að ræða.
Þungaðar konur og konur sem fyrirhuga að verða þungaðar ættu að forðast notkun Treo.
Ekki má nota lyfið á meðgöngu nema í samráði við lækni.
Börn yngri en 15 ára mega ekki nota Treo nema í samráði við lækni og aldrei ef þau eru með hita.
Til eru 3 gerðir af Treo: Treo, Treo Citrus og Treo Hindbær.
Lesið fylgiseðilinn vandlega fyrir notkun.
Notkun í stærri skömmtum en ráðlagðir eru getur haft í
för með sér alvarlega áhættu. Ekki á að nota mismunandi
verkjastillandi lyf samtímis nema að læknisráði.
Ráðfærðu þig við lækninn eða lyfjafræðing áður en þú
notar Treo ef þú:
Vegna koffíninnihaldsins getur Treo valdið því að erfitt sé að sofna ef það er tekið skömmu áður en gengið er til náða.
Treo er ætlað til notkunar við tilfallandi óþægindum.
Langvarandi notkun verkjalyfja við höfuðverk getur valdið því að höfuðverkurinn versni. Ef þú ert með eða telur þig vera með slíkan höfuðverk skaltu hætta notkun lyfsins og leita til læknis.
Hafið samband við lækni ef einkenni versna eða batna ekki innan 3 daga ef um hita og mígreni er að ræða, eða innan 5 daga ef um höfuðverk er að ræða.
Börn yngri en 15 ára mega ekki nota Treo nema í samráði við lækni og aldrei ef þau eru með hita. Börn sem fá meðferð með Treo eiga á hættu að fá Reyes heilkenni, sem er sjaldgæfur en alvarlegur kvilli.
Þungaðar konur eiga ekki að nota Treo á síðustu þremur
mánuðum meðgöngunnar. Þungaðar konur og konur sem fyrirhuga
að verða þungaðar ættu að forðast notkun Treo. Ekki má nota
lyfið á meðgöngu nema í samráði við lækni.
Asetýlsalicýlsýra og koffín berast í brjóstamjólk, en ekki
er líklegt að það skaði barnið. Hafa á samband við lækni ef
Treo er notað í meiri mæli meðan á brjóstagjöf stendur en
við tilfallandi verk.
Eins og mörg bólgueyðandi
gigtarlyf (svokölluð NSAID-lyf) getur Treo dregið úr líkum á
þungun og því er notkun þess ekki ráðlögð fyrir konur sem
reyna að verða þungaðar. Verkunin er skammvinn, þ.e. hættir
þegar notkun lyfjanna er hætt.
Allt sem þarf, fyrir utan Treo freyðitöflu, er vatn. Best er að fylla glas til hálfs af kranavatni.
Treo freyðitafla inniheldur asetýlsalicýlsýru og koffín. Acetýlsalicýlsýra hefur verkjastillandi, hitalækkandi og bólgueyðandi áhrif. Koffín eykur verkjastillandi áhrif acetýlsalicýlsýru.
Treo eru freyðitöflur sem eru leystar upp í vatni. Freyðitöflur frásogast hraðar en hefðbundnar töflur og hámarksþéttni í plasma næst eftir u.þ.b 30 mín. Verkunartíminn er 4-6 klst.
TREO freyðitöflur (asetýlsalicýlsýra 500 mg/koffín 50 mg) er lyf sem hægt er að kaupa án lyfseðils og er notað við höfuðverk, öðrum tilfallandi verkjum og mígreni. Börn yngri en 15 ára mega ekki nota Treo nema í samráði við lækni og aldrei ef þau eru með hita. Hafið samband við lækni ef einkenni versna eða batna ekki innan 3 daga ef um hita og mígreni er að ræða, eða innan 5 daga ef um höfuðverk er að ræða. Þungaðar konur og konur sem fyrirhuga að verða þungaðar ættu að forðast notkun Treo. Ekki má nota lyfið á meðgöngu nema í samráði við lækni. Lesið fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir, sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. Markaðsleyfishafi er Viatris Aps.