Við höfuðverk, öðrum tilfallandi verkjum og mígreni.

TREO freyðitöflur (asetýlsalicýlsýra 500 mg/koffín 50 mg) er lyf sem hægt er að kaupa án lyfseðils og er notað við höfuðverk, öðrum tilfallandi verkjum og mígreni. Börn yngri en 15 ára mega ekki nota Treo nema í samráði við lækni og aldrei ef þau eru með hita. Hafið samband við lækni ef einkenni versna eða batna ekki innan 3 daga ef um hita og mígreni er að ræða, eða innan 5 daga ef um höfuðverk er að ræða. Þungaðar konur og konur sem fyrirhuga að verða þungaðar ættu að forðast notkun Treo. Ekki má nota lyfið á meðgöngu nema í samráði við lækni. Lesið fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir, sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. Markaðsleyfishafi er Viatris Aps.

Hvað er höfuðverkur?

Stundum finnur maður fyrir höfuðverk bak við ennið en í önnur skipti við gagnaugun. Stundum er verkurinn svo sár að ógerlegt er að staðsetja upptök hans. Þegar höfuðverkurinn verður óbærilegur veldur það meira að segja sársauka að hugsa um verkinn.

Ástæður höfuðverkjar geta verið margvíslegar. Stundum fylgir höfuðverkur kvefi og stundum kemur hann fram daginn eftir gleðskap þar sem áfengi hefur verið haft um hönd. Ástæður höfuðverkjar geta verið allt frá tannagnístri og streitu að lágum blóðsykri eða lítilli lýsingu.

Hvernig sem höfuðverkurinn birtist og hvort sem hann er mikill eða lítill, veldur hann óþægindum.

Spennu- höfuðverkur

Algengasta tegund höfuðverkjar er spennuhöfuðverkur. Allir fá hann einhvern tímann, en hann er tvöfalt algengari meðal kvenna en karla.

Huvudvärk

Spennuhöfuðverkur kemur yfirleitt fyrst fram á unglingsaldri, í tengslum við hormónabreytingar, en er einnig þekktur hjá börnum.

Orsakir spennuhöfuðverkjar

Eins og nafnið bendir til stafar spennuhöfuðverkur af spennu. Eirðarleysi, streita og svefnleysi geta valdið því að við spennum háls- og kjálkavöðva, sem veldur því gjarnan að við fáum sljóvgandi höfuðverk. Sumir hafa lýst því eins og belti sé spennt um hvirfil og enni, eða eins og þung húfa sé sett á höfuðið. Margir átta sig ekki á spennunni í líkamanum, sem er til staðar bæði í svefni og vöku. Algengt er að finna einnig fyrir verk í hálsi og herðum, í hársverði og jafnvel í kjálkavöðvum. Einnig getur maður fundið fyrir þreytu, sundli, eyrnasuði og minnis- eða einbeitingarvandamálum.

Spennuhöfuðverkur kemur yfirleitt fram í köstum og getur verið viðvarandi allt frá nokkrum klukkustundum og upp í marga daga í röð í einstökum tilvikum. Höfuðverkurinn er hættulaus og sjaldan alvarlegur, en getur sveiflast með tímanum og versnar oft að degi til.

Spennuhöfuðverkur getur komð í köstum eða verið langvinnur

Spennuhöfuðverk er skipt í tvo flokka – spennuhöfuðverk í köstum og langvinnan spennuhöfuðverk – eftir því hve oft hann kemur fram og hve lengi hann er viðvarandi. Ef maður er með spennuhöfuðverk með köstum fær maður höfuðverk í a.m.k. hálftíma og í allt að viku í senn. Ef maður er með langvinnan spennuhöfuðverk fær maður höfuðverk fleiri en 15 daga í mánuði í þrjá mánuði í röð.

Hvers vegna fær maður spennuhöfuðverk? Lesið meira hér!

Fróðleiksmoli

Hafið samband við heilsugæslu eða heilbrigðisstarfsmann ef:

  • höfuðverkur er viðvarandi lengur en í viku
  • þú ert aldraður/öldruð og færð höfuðverk án sögu um slíkt
  • höfuðverkurinn hefur truflandi áhrif á daglegar athafnir
  • höfuðverkurinn er svæsinn og kemur skyndilega
  • þú tekur verkjalyf oft í viku
  • höfuðverkurinn kemur fram eftir högg á höfuðið
  • þú missir samtímis tilfinningu í einhverjum líkamshluta
  • þú færð tal- eða sjóntruflanir
  • þú færð mikinn höfuðverk og verður sljór/sljó eða fellur í yfirlið

Mígreni

Mígreni er einn algengasti sjúkdómur sem hrjáir almenning. Þrátt fyrir miklar rannsóknir er enn ekki vitað af hverju mígreni stafar. Þeir sem hafa fengið mígreni vilja helst ekki þurfa að ganga gegnum það aftur.

Mígreni

Mígrenisköst fela í sér ákafan og taktbundinn verk í allt frá hálftíma og upp í þrjá daga. Oft er verkurinn við annað augað eða öðru megin í höfðinu. Maður verður viðkvæmari fyrir áreynslu og snöggum hreyfingum. Mikil ógleði og ofurnæmi fyrir ljósi og hljóði eru einnig algeng einkenni.

Mígreni með fyrirboða

Tvenns konar mígreni er þekkt – með og án fyrirboða – og liggur munurinn í því hvernig höfuðverkurinn byrjar. Ef maður er með mígreni með fyrirboða koma fram ýmis einkenni, svokallaðir fyrirboðar, áður en höfuðverkurinn sjálfur kemur fram. Margir skynja t.d. skært, lýsandi mynstur í sjónsviðinu og sjóntap. Fyrirboðar geta einnig legið í áhrifum á skynjun og hreyfingu og stundum talerfiðleikum eða magaverk. Fyrirboðar marka yfirleitt upphaf mígreniskasta og standa í allt frá fimm mínútum og upp í klukkustund, en síðan tekur höfuðverkurinn við.

Mígreni án fyrirboða

Ef maður er með mígreni án fyrirboða er enginn aðdragandi að köstunum, en margir sjúklingar finna þó fyrir því að mígreniskast sé í aðsigi. Það geta þeir t.d. fundið á skapsveiflum, þreytu, einbeitingarerfiðleikum eða löngun í sætindi.

Mígreniskast getur staðið í allt frá hálftíma upp í þrjá sólarhringa og meðan þau standa yfir er erfitt að sinna daglegum athöfnum. Sjúklingar í mígreniskasti vilja oft liggja í algerri þögn og myrkri.

Hvers vegna fær maður mígreni? Lesið meira hér!

Aðrar tegundir af höfuðverk

Höfuðverkur vegna bólgu í ennisholum

Bólga í ennisholum getur valdið miklum höfuðverk, sem stafar af því að þrýstingur í ennisholunum örvar verkjataugar. Oft finnst fyrir þessari tegund höfuðverkjar í kinnum eða enni og hann versnar ef maður beygir sig fram.

Höfuðverkur vegna bólgu í ennisholum minnkar þegar bólgan hverfur, en hægt er að koma í veg fyrir hann og draga úr honum með nefúða eða með því að sofa sitjandi.

Höfuðverkur af völdum áreynslu

Stundum getur mikil áreynsla við líkamsrækt, svo sem ef lyft er mikilli þyngd, komið af stað taktföstum höfuðverk sem líklega stafar af vöðvaspennu og háum blóðþrýstingi. Um það bil eitt prósent almennings á á hættu að fá slíkan höfuðverk, en hann er líklegri ef maður er með spennuhöfuðverk eða mígreni. Þessi tegund höfuðverkjar er hættulaus og gengur yfirleitt yfir á nokkrum klukkustundum.

Til að koma í veg fyrir áreynsluhöfuðverk er hægt að reyna að hita hægt upp og drekka mikið.

Höfuðverkur af völdum lyfja

Það kann að hljóma mótsagnakennt, en dagleg notkun verkjalyfja getur valdið höfuðverk, sem birtist sem dreifður verkur um allt höfuðið. Hægt er að fá höfuðverk af völdum lyfja ef venjulegar verkjatöflur, sem eru fáanlegar án lyfseðils, eru teknar oftar en þrjá daga í viku í langan tíma.

Til að vinna bug á upphaflega höfuðverknum þarf að hætta að taka verkjalyfin. Ef þig grunar að þú sért með höfuðverk af völdum lyfja skaltu leita ráða hjá lækninum.